Ferill 637. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1519  —  637. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Helga Hjörvar um undanþágur frá gjaldeyrishöftum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða fjárhæðum nema annars vegar undanþágur frá gjaldeyrishöftum og hins vegar undanþágur til gjaldeyrisviðskipta þar sem íslenska krónan er annar eða einn gjaldmiðlanna sem veittar hafa verið eftirtöldum aðilum:
               a.      fjármálafyrirtækjum í slitameðferð,
               b.      fjármálafyrirtækjum sem lokið hafa slitameðferð,
               c.      lífeyrissjóðum,
               d.      öðrum innlendum aðilum,
               e.      forgangskröfuhöfum fallinna fjármálafyrirtækja,
               f.      almennum kröfuhöfum fallinna fjármálafyrirtækja,
               g.      erlendum eigendum og kröfuhöfum fyrirtækja sem lokið hafa nauðasamningi,
               h.      öðrum erlendum aðilum?


    Fjármála- og efnahagsráðuneytið býr ekki nema að mjög takmörkuðu leyti yfir þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að svara fyrirspurninni og því var leitað eftir upplýsingum hjá Seðlabanka Íslands. Svör bankans fara hér á eftir:
    a. Seðlabankinn hefur ríkar trúnaðarskyldur gagnvart aðilum sem óska eftir undanþágum frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sbr. 15. gr. sömu laga og 35. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn viðhefur almennt það verklag við birtingu á upplýsingum sem bankinn býr yfir að birta ekki upplýsingar ef færri en þrír aðilar eru undir. Í ljósi þess að aðeins tvö fjármálafyrirtæki eru í slitameðferð, miðað við upplýsingar á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins 28. júní sl., getur Seðlabankinn ekki orðið við því að birta upplýsingar um fjárhæðir undanþágna sem þeim kunna að hafa verið veittar.
    b. Seðlabankinn hefur veitt fjármálafyrirtækjum sem lokið hafa slitameðferð undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, vegna innflutnings á innlendum gjaldeyri að fjárhæð 1.525.649.868 kr., gjaldeyrisviðskiptum og/eða fjármagnsflutningi á milli landa í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 1.030.275,97 sterlingspunda, 36.699.125 sænskra króna, 12.534.332,18 bandaríkjadala, 5.728.830 norskra króna, 57.821.812 evra, 39.876.054,91 danskra króna, 12.125.000 kanadískra dala og að jafnvirði 116.280.861.870 kr.
    Rétt er að taka fram að framangreind samantekt er unnin upp úr beiðnum um undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sem voru afgreiddar fyrir 13. maí sl., þar sem fjármálafyrirtæki sem lokið hafa slitameðferð eru skráð sem umsækjendur í skjalakerfi Seðlabankans.
    Framangreindu til viðbótar má benda á undanþágur sem veittar voru vegna uppgjörs fallinna viðskiptabanka og sparisjóða á grundvelli stöðugleikaskilyrða, sbr. fréttatilkynningu á vef Seðlabankans, dags. 18. febrúar sl. 1 Í því sambandi má jafnframt benda á mat Seðlabankans á fyrirliggjandi drögum að nauðasamningum, dags. 27. október 2015, sbr. fréttatilkynningu á vef Seðlabankans, dags. 28. október 2015. 2
    c. Seðlabankinn hefur veitt lífeyrissjóðum undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, vegna innflutnings á innlendum gjaldeyri að fjárhæð 96.201.530,62 kr., gjaldeyrisviðskiptum og/eða fjármagnsflutningi á milli landa í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 18.199.209,98 evra og að jafnvirði 27.064.315.000 kr.
    Rétt er að taka fram að framangreind samantekt er unnin upp úr beiðnum um undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sem voru afgreiddar fyrir 13. maí sl., þar sem lífeyrissjóðir eru skráðir sem umsækjendur í skjalakerfi Seðlabankans.
    d.     Ekki liggur fyrir úrvinnsla umbeðinna upplýsinga þar sem hvorki hefur verið tilefni né nauðsyn til þess í framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins. Í því sambandi má nefna að slík úrvinnsla er mjög umfangsmikil og tímafrek.
    e. Seðlabankinn hefur veitt forgangskröfuhöfum fallinna fjármálafyrirtækja undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sem voru afgreiddar fyrir 13. maí sl., vegna fjármagnsflutnings á milli landa í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 31.755.449,77 evra, 5.122.941,57 sterlingspunda, 70.353.240,91 norskra króna og 12.805.843,68 bandaríkjadala.
    Rétt er að geta þess að ekki liggja fyrir tæmandi upplýsingar um undanþágur sem veittar hafa verið til handa forgangskröfuhöfum fallinna fjármálafyrirtækja. Samantektin er unnin upp úr beiðnum um undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sem voru afgreiddar fyrir 13. maí sl., þar sem forgangskröfuhafar fallinna fjármálafyrirtækja eru skráðir sem umsækjendur í skjalakerfi Seðlabankans. Þá er framangreint svar einskorðað við undanþágur vegna útgreiðslu fallinna fjármálafyrirtækja til forgangskröfuhafa.
    Framangreindu til viðbótar má benda á undanþágur sem veittar voru vegna Icesave, sbr. fréttatilkynningu á vef Seðlabankans, dags. 18. september 2015. 3 Auk þess má benda á undanþágur sem voru veittar til handa LBI hf., sbr. fréttatilkynningu á vef Seðlabankans, dags. 1. október 2014. 4
    f.      Hér vísast til undanþágna sem veittar voru vegna uppgjörs fallinna viðskiptabanka og sparisjóða á grundvelli stöðugleikaskilyrða, sbr. fréttatilkynningu á vef Seðlabankans, dags. 18. febrúar sl., 5 og má jafnframt benda á mat Seðlabankans á fyrirliggjandi drögum að nauðasamningum 27. október 2015, sbr. fréttatilkynningu á vef Seðlabankans, dags. 28. október 2015. 6
    g. Seðlabankinn hefur veitt erlendum eigendum og kröfuhöfum fyrirtækja sem lokið hafa nauðasamningi undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sem voru afgreiddar fyrir 13. maí sl., vegna fjármagnsflutnings á milli landa í innlendum gjaldeyri að fjárhæð 557.283.252 kr. og í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 130.868.003 evra, 39.876.054,91 danskra króna, 12.500.000 bandaríkjadala, 12.125.000 kanadískra dala og 3.168.142 sterlingspunda, og gjaldeyrisviðskipta og fjármagnsflutnings á milli landa í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 40.000.000 evra, 23.100.000 bandaríkjadala og að jafnvirði allt að fjárhæð 5.384.085.556 kr.
    Samantektin er unnin upp úr beiðnum um undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sem voru afgreiddar fyrir 13. maí sl., þar sem erlendir eigendur og kröfuhafar fyrirtækja sem lokið hafa nauðasamningi eru skráðir sem umsækjendur í skjalakerfi Seðlabankans.
    h. Ekki liggur fyrir úrvinnsla umbeðinna upplýsinga þar sem að ekki hefur verið tilefni né nauðsyn til þess í framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins. Í því sambandi má nefna að slík úrvinnsla er mjög umfangsmikil og tímafrek.
Neðanmálsgrein: 1
    1      www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2016/02/18/Sidasta-undanthagan-vegna-uppgjors-bua- fallinna-vidskiptabanka-og-sparisjoda-hefur-verid-veitt/
Neðanmálsgrein: 2
    2      www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2015/10/28/Sedlabanki-Islands-hefur-lokid-mati-sinu- a-fyrirliggjandi-drogum-ad-naudasamningum/
Neðanmálsgrein: 3
    3      www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2015/09/18/Undanthagur-og-gjaldeyrisvidskipti-vegna -Icesave/
Neðanmálsgrein: 4
    4      www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2014/10/01/Svarbref-til-LBI-vegna-beidni-um-undant hagur /
Neðanmálsgrein: 5
    5      www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2016/02/18/Sidasta-undanthagan-vegna-uppgjors-bua- fallinna-vidskiptabanka-og-sparisjoda-hefur-verid-veitt/
Neðanmálsgrein: 6
    6      www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2015/10/28/Sedlabanki-Islands-hefur-lokid-mati-sinu- a-fyrirliggjandi-drogum-ad-naudasamningum/